Fótbolti

Guðni gaf öllum í liðinu gular rósir

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/ÓskarÓ
Guðni Kjartansson, aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar hjá íslenska kvennalandsliðinu, sýndi og sannaði herramennsku sína enn á ný í hádegismatnum í dag.

Guðni færði þá öllum leikmönnum liðsins rósir í tilefni af sögulegum sigri íslenska liðsins á Hollandi í gær en með honum komst íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð.

Guðni lét ekki bara þar við stija heldur fengu allar konur í íslenska hópnum einnig gular rósir frá honum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðni kemur svona sterkur inn en allar konu í hópnum fengu einnig rósir frá honum á Kvennadeginum.

Stelpurnar voru allar himinlifandi með herramennsku Guðna og voru á því að Herra Ísland hafi sýnt hvernig ber að haga sér á stundum sem þessari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×