Fótbolti

Fjölskyldan beið og beið en aldrei kom Kata

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Nordic Photos / AFP
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fékk lítið að vera með liðinu eftir sigurinn á Hollandi í gær þar sem íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn í átta liða úrslitin á stórmóti.

Eftir öll sjónvarpsviðtölin var Katrín tekin í lyfjapróf en það gekk afar illa hjá landsliðsfyrirliðanum að skila nauðsynlegu magni.

„Það var frekar leiðinlegt að þurfa að fara í þetta lyfjapróf. Ég gat fagnað með stelpunum út á velli og svona en svo var ég rifin beint í þetta lyfjapróf inn í einhverju herbergi," segir Katrín.

„Svo var ég svo bjartsýn og fer inn en næ ekki að pissa neinu. Svo fer ég aftur inn og þá næ ég bara 30 millilítrum og maður þarf að ná 90 millilítrum. Ég fór því þrisvar sinnum þarna inn," segir Katrín

„Fjölskyldan beið eftir mér fyrir utan völlinn í tvo klukktíma en ég kom aldrei. Ég er búin að hitta þau núna og mun hitta þau aftur á eftir. Það er ekkert mál að fara í lyfjapróf en það er svo leiðinlegt á svona stundum þegar maður vill fagna með liðinu og fjölskyldunni," sagði Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×