Fótbolti

Frakkar vinna C-riðilinn | Dregið um mótherja Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frakkar fagnar hér marki í kvöld.
Frakkar fagnar hér marki í kvöld. Mynd Getty Images
Frakkar unnu öruggan sigur á Englendingum á Evrópumótinu í Svíþjóð og vinna þar með C-riðilinn örugglega.

Eugénie Le Sommer gerði fyrsta mark Frakka í leiknum en Wendie Renard bætti við tveimur í síðari hálfleiknum og niðurstaðan flottur sigur Frakka.

Í hinum leik riðilsins gerðu Rússar og Spánverjar 1-1 jafntefli sem þýðir að Rússar hafna í þriðja sæti riðilsins með tvö stig, Spánverjar lenda í öðru sæti með fjögur stig.

Verónica Boquete kom Spánverjum yfir á 14. mínútu leiksins en það var Elena Terekhova sem jafnaði metin fyrir Rússa rétt fyrir lok hálfleiksins og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Það verður því dregið um það hvort Danir eða Rússar fari áfram í 8-liða úrslitin núna klukkan 21:30 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×