Fótbolti

Stelpurnar fengu ósk sína uppfyllta - mæta Svíum á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/AFP
Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum EM en það kom í ljós í kvöld eftir happadrætti á milli Dana og Rússa. Danir unnu dráttinn og komast þar með í átta liða úrslitin en Rússar sitja eftir með sárt ennið.

Danir sátu eftir fyrir fjórum árum en þá þurfti ekki að draga. Danska liðið hafði hinsvegar heppnina með sér í kvöld en þær dönsku eru eina liðið sem hefur tekið stig af gestgjöfum Svía.

Íslensku stelpurnar töluðu flestar um það eftir sigurinn á móti Hollandi að þær vildu fá Svía í átta liða úrslitunum og ósk þeirra rættist.

Ísland og Svíþjóð mætast á Örjans Vall í Halmstad á sunnudaginn klukkan 13.00 að íslenskum tíma en þetta verður fyrsti leikur átta liða úrslitanna.

Það má búast við troðfullum velli og mikill stemmningu en Svíar hafa sýnt liði sínu mikinn áhuga á mótinu.



Leikirnir í átta liða úrslitunum

Sunnudagur 21. júlí

13.00 Svíþjóð - Ísland í Halmstad

16.00 Ítalía-Þýskaland í Vaxjö

Mánudagur 22. júlí

16.00 Noregur - Spánn í Kalmar

18.45 Frakkland - Danmörk í Linköping




Fleiri fréttir

Sjá meira


×