Sigurður Ragnar: Verður eitthvað alveg sérstakt 18. júlí 2013 22:08 Byrjunarlið Íslands á móti Þjóðverjum. Mynd/AFP Í kvöld kom í ljós að íslenska kvennalandsliðið mætir því sænska í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð og spilar þar með við heimamenn fyrir framan troðfullan völl í Halmstad á sunnudaginn klukkan eitt að íslenskum tíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson ræðir mótherja íslenska liðsins í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. „Ég vildi mæta sænska liðinu. Svíar eru á heimavelli, gestgjafar í þessu móti, og stefna þeirra er klárlega á að vinna Evrópumeistaratitilinn á sænskri grundu. Það verður fullur völlur, frábær stemmning og það er viðeigandi að það sé þannig, því þetta verður líklega einn allra stærsti knattspyrnuleikur sem íslenskt landslið hefur tekið þátt í. Við erum tilbúnar í verkefnið og munum gera okkar allra besta," sagði Sigurður Ragnar. „Það verður að hafa í huga að þegar komið er í 8-liða úrslit á stórmóti eru allir mótherjarnir öflugir, en að mæta gestgjöfunum á þeirra heimavelli, það verður eitthvað alveg sérstakt og við hlökkum til leiksins. Margir af okkar leikmönnum eru að spila í Svíþjóð eða hafa spilað sem atvinnumenn í Svíþjóð svo það gerir leikinn sérstaklega spennandi fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en hverjir eru möguleikar íslenska liðsins? „Við höfum auðvitað spilað við Svíþjóð í tvígang á þessu ári, töpuðum 6-1 í Algarve-bikarnum og svo 2-0 í Växjö í apríl. Við höfum bara einu sinni unnið Svíþjóð svo við verðum litla liðið í þessari viðureign. En það sem er svo heillandi við fótbolta er að það er alltaf möguleiki á sigri. Það getur allt gerst þegar komið verður í 8-liða úrslitin, þó að fyrirfram séu Svíarnir mun sigurstranglegri. Okkar vopn verða leikskipulag, barátta, vilji og íslenskur dugnaður. Ef við gefum allt sem við eigum í leikinn og leikum agaðan leik eigum við möguleika á móti öllum þjóðum," sagði Sigurður Ragnar á heimasíðu KSÍ. Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Í kvöld kom í ljós að íslenska kvennalandsliðið mætir því sænska í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð og spilar þar með við heimamenn fyrir framan troðfullan völl í Halmstad á sunnudaginn klukkan eitt að íslenskum tíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson ræðir mótherja íslenska liðsins í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. „Ég vildi mæta sænska liðinu. Svíar eru á heimavelli, gestgjafar í þessu móti, og stefna þeirra er klárlega á að vinna Evrópumeistaratitilinn á sænskri grundu. Það verður fullur völlur, frábær stemmning og það er viðeigandi að það sé þannig, því þetta verður líklega einn allra stærsti knattspyrnuleikur sem íslenskt landslið hefur tekið þátt í. Við erum tilbúnar í verkefnið og munum gera okkar allra besta," sagði Sigurður Ragnar. „Það verður að hafa í huga að þegar komið er í 8-liða úrslit á stórmóti eru allir mótherjarnir öflugir, en að mæta gestgjöfunum á þeirra heimavelli, það verður eitthvað alveg sérstakt og við hlökkum til leiksins. Margir af okkar leikmönnum eru að spila í Svíþjóð eða hafa spilað sem atvinnumenn í Svíþjóð svo það gerir leikinn sérstaklega spennandi fyrir okkur," sagði Sigurður Ragnar en hverjir eru möguleikar íslenska liðsins? „Við höfum auðvitað spilað við Svíþjóð í tvígang á þessu ári, töpuðum 6-1 í Algarve-bikarnum og svo 2-0 í Växjö í apríl. Við höfum bara einu sinni unnið Svíþjóð svo við verðum litla liðið í þessari viðureign. En það sem er svo heillandi við fótbolta er að það er alltaf möguleiki á sigri. Það getur allt gerst þegar komið verður í 8-liða úrslitin, þó að fyrirfram séu Svíarnir mun sigurstranglegri. Okkar vopn verða leikskipulag, barátta, vilji og íslenskur dugnaður. Ef við gefum allt sem við eigum í leikinn og leikum agaðan leik eigum við möguleika á móti öllum þjóðum," sagði Sigurður Ragnar á heimasíðu KSÍ.
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira