Fótbolti

Hafa eignast fimm nýja liðsfélaga á meðan þær voru á EM

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/ÓskarÓ
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir spila allar með norska úrvalsdeildarliðinu Avaldsnes IL en liðið þeirra hefur breyst talsvert á meðan þær hafa verið á EM í Svíþjóð með íslenska landsliðinu.

„Við Fríða vorum að telja það að liðið sé komið með sextán útlendinga og þeir eru búnir að kaupa fimm leikmenn í glugganum. Þetta er bara rugl. Ég þarf að kynna mig þegar ég kem til baka," segir Guðbjörg Gunnarsdóttir í léttum tón.

„Við vorum að fá tvo Brassa og þrjá Þjóðverja. Það eru mjög mörg þjóðerni í liðinu núna," segir Guðbjörg.

Brasilísku landsliðskonurnar eru þær Rosana og Debinha. Rosana er 31 árs gamall miðjumaður en Debinha er 22 ára sóknarmaður.

Þýsku leikmennirnir eru Marie Pyko (19 ára), Antonia Hornberg (22) og Jessica Bade (20) sem koma allar frá þýska liðinu Bad Neuenahr sem varð gjaldþrota á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×