Fótbolti

Dagný ekki á leiðinni í atvinnumennsku strax

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/Facebook-síða KSÍ
Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum á Hollandi á miðvikudagskvöldið en hún skoraði markið sem kom íslenska landsliðinu í átta liða úrslitin.

Frammistaða Dagnýjar vakti mikla athygli en hún var valin besti leikmaðurinn á vellinum af sérstakri valnefnd UEFA. Dagný þurfti að fara meidd af velli þremur dögum áður en náði sér í tíma fyrir þennan mikilvæga leik.

Það má búast við að lið frá Evrópu séu farin að skoða íslenska miðjumanninn sem spilar með Val í Pepsi-deildinni. Dagný segir þó að atvinnumennskan sé ekki á dagskránni á næstunni.

Dagný, sem verður 22 ára í ágúst, á eitt og hálft ár eftir í Florida State háskólanum í Bandaríkjunum og mun spila þar áfram á meðan hún klárar námið. Áhugasöm lið þurfa því að bíða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×