Fótbolti

Áhorfendur slógust inn á vellinum | Myndband

Stuðningsmenn Club America.
Stuðningsmenn Club America.
Vináttuleikur mexíkósku liðanna Club America og Guadalajara í Las Vegas leystist upp í tóma vitleysu og var að lokum flautaður af.

Lætin byrjuðu fyrir leik þegar um 400 manns slógust fyrir utan völlinn. Áfram var slegist í stúkunni og steininn tók úr þegar áhorfendur fóru að hlaupa inn á völlinn.

Þar héldu áhorfendur áfram að slást og lögreglan réð ekki við neitt. Það ríkti algjört stjórnleysi á vellinum.

Þá var dómaranum nóg boðið og hann flautaði leikinn af. Í millitíðinni höfðu áhorfendur einnig kastað öllu lauslega inn á völlinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×