Enski boltinn

Moyes vildi líka fá Scholes í þjálfarateymið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes
David Moyes Mynd/AFP
David Moyes, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, fór vel yfir málin á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag en hann tók við United-liðinu í byrjun vikunnar.

Moyes tilkynnti í gær að Ryan Giggs yrði spilandi þjálfari hjá United-liðinu á komandi tímabili og að Phil Neville myndi snúa aftur á Old Trafford og taka stöðu í þjálfarateymi liðsins. Moyes ætlaði líka að fá Paul Scholes til þjálfa hjá félaginu.

„Ég talaði líka við Paul Scholes en hann vildi frekar fá meiri tíma með fjölskyldu sinni," sagði David Moyes.

„Ég tel að Ryan Giggs sé rétti maðurinn í starfið og hann hefur staðið sig frábærlega. Hann hefur verið á UEFA-Pro námskeiðinu og er að taka réttu skrefin. Það er frábært að fá hafa hann og Phil Neville saman," sagði Moyes.

David Moyes hefur ekki áhyggjur af afskiptum Sir Alex Ferguson og segist vonast til að gamli stjórinn verði í heiðursstúkunni frá fyrsta leik.

„Sir Alex hefur verið frábær og ég er þegar búinn að hringja tvisvar í hann til að fá góð ráð," sagði Moyes.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×