Enski boltinn

Moyes: Rooney verður áfram leikmaður Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Moyes, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, tilkynnti það á fyrsta blaðamannafundi sínum sem stjóri ensku meistaranna að Wayne Rooney væri ekki til sölu.

Wayne Rooney óskaði eftir því að fara frá félaginu í vor eftir skrautlegan endi á tímabilinu þar sem hann þurfti að dúsa á bekknum í mörgum af stærstu leikjunum.

David Moyes tók við stöðu Sir Alex Ferguson í sumar og fundaði með Wayne Rooney í vikunni.

„Hann er leikmaður Manchester United og mun vera leikmaður Manchester United áfram," sagði David Moyes á blaðamannafundinum.

„Ég hef þekkt Wayne síðan að hann var sextán ára og var að spila með Everton. Þetta er svolítið deja vú. Hann er að æfa vel þessa dagana og mun koma til baka í góðu formi. Ég hlakka til að vinna með honum," sagði David Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×