Fótbolti

Elísabet: Maður vill ekki rugga bátnum rétt fyrir mót

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Val á sínum tíma.
Elísabet Gunnarsdóttir fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Val á sínum tíma.
Það kom mörgum á óvart þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, valdi ekki Eddu Garðarsdóttir í landsliðið fyrir Evrópumótið í Svíþjóð.

Edda á að baka 103 landsleiki fyrir A-landsliðið og mikil reynsla sem býr í þeim leikmanni. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, vill meina að það hafi verið mistök að velja ekki Eddu Garðarsdóttir í landsliðið.

„Edda [Garðarsdóttir] er frábær leikmaður og hefur margt fram að færa í íslenska landsliðið,“ sagði Elísabet í samtali við Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþætti Fótbolti.net.

„Ég vildi fá hana til liðs við Kristianstad fyrir nokkrum dögum en þá skrifaði hún undir samning við mitt uppeldisfélag [Valur].“

„Hún hefur gríðarlega reynslu og verulega klókur leikmaður. Einn mesti kostur hennar er hversu mikill stemmningsleikmaður hún er í klefanum og utan vallar og slíkt er bara vanmetið.“

„Kalt mat þá átti hún alltaf að vera valinn í þennan hóp. Þetta er og verður alltaf mjög umdeild ákvörðun og maður vill ekki rugga bátnum rétt fyrir mót. Það gátu allir sagt sér að það myndi skapast miklar umræður um það að Edda yrði ekki valinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×