Enski boltinn

Usain Bolt leikur með United í góðgerðarleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Usain Bolt með Robin van Persie og Ryan Giggs.
Usain Bolt með Robin van Persie og Ryan Giggs.
Jamaíkubúinn  Usain Bolt fær draum sinn uppfylltan þann 9. ágúst næstkomandi þegar hann mun leika með Manchester United.

Bolt mun leika með United í góðgerðarleik gegn spænska liðinu Sevilla en hann er einn dyggasti stuðningsmaður liðsins í heiminum.

Það hefur alltaf verið draumur hans að leika með liðinu og mun hraðasti maður jarðarinnar leika á Old Trafford í byrjun ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×