Enski boltinn

Risaboði Arsenal í Suarez hafnað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Suarez á góðri stundu með liðsfélögunum sínum hjá Liverpool.
Suarez á góðri stundu með liðsfélögunum sínum hjá Liverpool. Nordicphotos/Getty
Liverpool hefur hafnað 30 milljóna punda tilboði Arsenal í framherjann Luis Suarez. BBC greinir frá þessu í dag.

Forsvarsmenn Liverpool hafa neitað að tjá sig um tilboð Arsenal en heimildir BBC herma að Arsenal hafi lagt fram boð en því hafi verið hafnað um leið.

Suarez hefur viðurkennt að það yrði erfitt fyrir sig að neita vistaskiptum ef Real Madrid ætti í hlut. Auk spænska risans hefur Arsenal og Chelsea verið orðað við úrúgvæska leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×