Enski boltinn

Koné fyrstu kaup Martinez

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arouna Koné fagnar bikarmeistaratitlinum með Wigan í maí.
Arouna Koné fagnar bikarmeistaratitlinum með Wigan í maí. Nordicphotos/getty
Framherjinn Arouna Koné er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Everton frá Wigan.

Kaupverð Koné er 6,5 milljónir punda eða sem nemur um 1,2 milljörðum íslenskra króna. Fílabeinsstrendingurinn skrifaði undir þriggja ára samning.

Robert Martinez, nýr stjóri Everton, stýrði Wigan undanfarin ár og þekkir því vel til Koné sem var iðinn við kolann hjá bikarmeisturunum á liðinni leiktíð. Framherjinn 29 ára skoraði 13 mörk í öllum keppnum en missti af hluta tímabilsins vegna Afríkumótsins í upphafi árs.

Martinez er einnig talinn vera á höttunum eftir miðverðinum Antolín Alcaraz sem er laus allra mála hjá Wigan. Alcaraz hafnaði nýjum samningi hjá Wigan sem féll úr ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×