Enski boltinn

Manchester United býður Thiago þreföld laun

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þessir gætu orðið samherjar hjá Mancester United í vetur.
Þessir gætu orðið samherjar hjá Mancester United í vetur. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Englandsmeistarar Manchester United í fótbolta hafa komist að samkomulagi við spænska miðjumanninn Thiago og munu þrefalda laun hans ef hann gengur til liðs við félagið í sumar.

Manchester United er tilbúið að borga Thiago 140 þúsund evrur á viku ef hann ákveður að yfirgefa Barcelona.

Manchester United þarf að greiða riftunarverðið í samningi Thiago sem er 18 milljónir evra. Barcelona hefur þó ekki gefið upp alla von á að halda honum og funduðu með föður hans í liðinni viku.

Bayern Munchen er einnig að skoða stöðu Thiago en allt bendir til þess að hann ákveði að ganga til liðs við Manchester United eftir að hafa samþykkt samningstilboð liðsins.

Riftunarverð Thiago féll úr 90 milljónum evra í 18 milljónir þar sem hann lék ekki tilskilinn fjölda mínútna á liðnu tímabili en Thiago var á eftir Xavi, Andres Iniesta og Cesc Fabregas í goggunaröðinni á Nou Camp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×