Enski boltinn

De Bruyne spilar með Chelsea í vetur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Belginn Kevin De Bruyne verður ekki lánaður frá Chelsea og mun berjast um sæti í liði félagsins á næstu leiktíð.

De Bruyne kom til Chelsea í janúar í fyrra frá Genk en kláraði tímabilið í Belgíu. Síðastliðið sumar var hann svo lánaður til Werder Bremen. Þar stóð hann sig vel og var til að mynda orðaður við Dortmund.

En Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Chelsea, vill fá De Bruyne aftur heim til Lundúna.

„Hr. Mourino hringdi í Kevin og útskýrði stöðuna,“ sagði umboðsmaður De Bruyne. „Það var ekki hægt að lofa honum neinu en það er eðlilegt í liði eins og Chelsea. Það er undir Kevin sjálfum að sanna sig.“

„Kevin vill spila og halda áfram að bæta sig. Ég held að hann hafi sannað það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×