Enski boltinn

Mourinho mun ekki losa sig við Mata

Stefán Árni Pálsson skrifar
Juan Mata í leiknum gegn Tahítí
Juan Mata í leiknum gegn Tahítí Mynd. / Getty Images


Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, ætlar sér ekki að losa sig við Juan Mata fyrir næstkomandi tímabil sem hefst í ágúst.

Undanfarnar vikur hafa verið á kreiki sögusagnir þess efnis að stjórinn hafi í hyggjum að selja Mata frá félaginu í sumar en svo virðist ekki vera.

Juan Mata gerði eitt mark fyrir spænska landsliðið í 10-0 sigri á Tahítí í Álfukeppninni í gær en hann hefur verið orðaður við Barcelona.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Mata stór hluti að framtíðarsýn Mourinho hjá Chelsea og verður áfram hjá liðinu. Leikmaðurinn gekk í raðir þeirra bláu frá Valencia árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×