Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Real Madrid til Reading

Stefán Árni Pálsson skrifar
Royston Drenthe í leik með Real Madrid.
Royston Drenthe í leik með Real Madrid. Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Reading hefur fest kaup á Royston Drenthe frá rússneska liðinu Alania Vladikavkaz.

Þessi 26 ára Hollendingur gerir tveggja ára samning við félagið sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Miðjumaðurinn hóf atvinnumannferil sinn hjá Feyenoord árið 2005 og fór þaðan til Real Madrid tveim árum síðar. Seinna fór leikmaðurinn til spænska félagsins Hercules og Everton áður en hann flutti sig yfir til Rússlands.

Þessi kaup eiga að styrkja lið Reading umtalsvert en liðið ætlar sér án efa strax aftur upp í úrvalsdeildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×