Enski boltinn

Napoli hefur ekki efni á Skrtel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martin Skrtel í leik með Liverpool.
Martin Skrtel í leik með Liverpool. Mynd / Getty Images
Karol Csonto, umboðsmaður Martin Skrtel, hefur nú tjáð sig um mögulega sölu á leikmanninum til ítalska félagsins Napoli en samkvæmt honum mun félagið ekki hafa efni á þessum sterka varnarmanni.

Martin Skrtel hefur verið undanfarinn ár hjá Liverpool og myndi hitta fyrir sinn fyrrum knattspyrnustjóra Rafa Benitez hjá Napol.

Enski fjölmiðlar greina frá því að leikmaðurinn sé án efa á leiðinni frá Liverpool í sumar en bara spurning hvert.

Leikmaðurinn hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Liverpool.

„Skrtel hefur aldrei sagt við mig að hann hafi áhuga á því að fara frá félaginu,“ sagði Csonto.

„En ég tel samt sem áður að félag eins og Napoli hafi ekki efni á leikmanni eins og Skrtel, þeir geta ekki komið til móts við laun hans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×