Enski boltinn

Chelsea gerir tíu ára risasamning við Adidas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frank Lampard, leikmaður Chelsea, í kynningu fyrir Adidas.
Frank Lampard, leikmaður Chelsea, í kynningu fyrir Adidas. Mynd. / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur gert tíu ára risasamning við íþróttavöruframleiðandann Adidas en þetta mun vera verðmætasti samningur sem gerður hefur verið í sögu félagsins.Engar tölur hafa nú þegar verið gefnar upp en samningurinn mun vera gríðarlega umfangsmikill. "Það er bara frábært að hafa náð að landa þessum samningi,“ sagði Ron Gourlay, framkvæmdarstóri Chelsea."Það gleður okkur mikið að samstarf okkar mun halda áfram til ársins 2023 eftir sjö frábær ár með Adidas.“"Þessi félög hafa bæði mikinn metnað í sínu starfi og með þessum samningi er Adidas að viðurkenna Chelsea sem einn allra stærsta knattspyrnufélag í heiminum.“"Þetta er stærsti samningur sem Chelsea hefur gert við fyrirtæki og vonum við að næsti áratugur verði farsæll milli félagsins og Adidas.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×