Enski boltinn

Manchester United að klófesta Thiago

Stefán Árni Pálsson skrifar
David de Gea og Thiago
David de Gea og Thiago Mynd / Getty Images
Englandsmeistarar  Manchester United virðast vera tryggja sér þjónustu Thiago Alcantara frá Barcelona ef marka má enska fjölmiðla í dag.

Ef allt gengur eftir mun kaupverðið vera um 17 milljónir punda sem Manchester United þarf að greiða fyrir þennan 22 ára miðjumann.

Leikmaðurinn hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðið Spánarmeistarana en þykir gríðarlega góður og leikið með öllum landsliðum Spánar.

Thiago myndi styrkja miðju United umtalsvert en Englendingurinn Paul Scholes lagði skóna á hilluna í lok tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×