Enski boltinn

Luis Alberto orðinn leikmaður Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luis Alberto í Liverpool búning.
Luis Alberto í Liverpool búning. Mynd / Getty Images
Liverpool hefur fest kaup á Luis Alberto  frá Sevilla en kaupverðið mun vera um 7 milljónir punda.

Þessi tvítugi framherji hefur verið á láni hjá varaliði Barcelona en núna er drengurinn orðinn leikmaður Liverpool.

Félagskiptin hafa legið í loftinu undanfarnar vikur en nú hefur það verið staðfest og Alberto leikur með Liverpool á næstu leiktíð.

„Ég er líklega hamingjusamasti maður á jörðinni í dag,“ sagði Luis Alberto.

„Hann hefur mikla hæfileika og rétta hugafarið til að verða frábær leikmaður Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, um kaupin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×