Enski boltinn

Kinnear lætur Shearer heyra það

Joe Kinnear.
Joe Kinnear.
Hinn nýráðni yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle, Joe Kinnear, heldur áfram að gera allt vitlaust en hann er í hressilegu viðtali við Sunday Times í dag.

Frægt er þegar Kinnear fór vitlaust með nöfn flestra leikmanna Newcastle í viðtali á dögunum. Þá kallaði hann Cabaye meðal annars Kebab sem þótti einkar fyndið.

Alan Shearer, Newcastle-goðsögn, gagnrýndi Kinnear harkalega eftir viðtalið og sagði að ráðning hans hefði gert félagið að athlægi.

"Þetta eru djöfulleg ummæli hjá Shearer. Þetta kemur líka frá manni sem hefur ekki hugmynd um hvað þjálfun gengur út á. Hann kom upp með þá snilldarhugmynd árið 2009 að láta Damien Duff spila bakvörð. Liðið tapaði svo á hans sjálfsmarki," sagði Kinnear grimmur.

"Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Shearer drullar yfir mig. Hann er afar dónalegur í minn garð og ég hef fullan rétt á því að svara fyrir mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×