Nadal féll úr leik á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2013 20:40 Steve Darcis fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó. Tennis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira
Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó.
Tennis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira