Enski boltinn

Það kostar 51 milljarð að losna við Ashley

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mike Ashley fyrir miðju.
Mike Ashley fyrir miðju. Mynd / Getty Images
Mike Ashley, einn af aðal eigandum Newcastle United, mun aðeins selja sinn hlut í félaginu ef hann fær til baka hverju einustu krónu sem hann hefur eytt í félagið undanfarinn sex ár eða 267 milljónir punda.

Eigandinn hefur oftar en ekki verið talinn mjög umdeildur fyrir allskyns ákvarðanir varðandi rekstur og umgjörð félagsins og vilja sumir losna við Ashley frá Newcastle.

Ashley réði á dögunum Joe Kinnear sem yfirmaður knattspyrnumála Newcastle og var sú ráðning í meira lagi umdeild.

Um 400 stuðningsmenn Newcastle funduðu á dögunum sem hafði það í för með sér að hópurinn gaf út yfirlýsingu um að Ashley ætti að láta gott heita og yfirgefa klúbbinn.

Englendingurinn mun aftur á móti ekki selja félagið nema hann fái um 51 miljarð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×