Fótbolti

Yfirmaður íþróttamála hjá Bremen staðfestir áhuga á Alfreði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Fréttir bárust í gær frá Þýskalandi að úrvalsdeildarliðið Werder Bremen hefði áhuga á að fá Alfreð Finnbogason til liðins en það hefur nú verið staðfest af þýska félaginu.

Alfreð leikur með hollenska liðinu Heerenveen og stóð sig einstaklega vel á síðasta tímabili en hann var einn heitasti framherjinn í Evrópu.

,,Alfreð er mjög góður leikmaður og við höfum  alltaf áhuga á slíkum hæfileikum. Það er samt sem áður ókostur að leikmaðurinn er á langtíma samningi og því verður erfitt að fá hann til okkar,“ sagði Thomas Eichin, yfirmaður íþróttamála hjá Werder Bremen.

Alfreð er með samning við Heerenveen til ársins 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×