Fótbolti

Higuain nálgast Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gonzalo Higuain í leik með argentínska landsliðinu.
Gonzalo Higuain í leik með argentínska landsliðinu. Mynd / Getty Images
Gonzalo Higuain, leikmaður Real Madrid, virðist ætla yfirgefa félagið í sumar og líklegasti áfangastaður mun vera Arsenal.

Nicolas Higuain, bróðir leikmannsins, tjáði sig um málið á vefnum Tutto Mercato og sagði að Higuain væri að nálgast Arsenal. Hann neitaði fyrir það að framherjinn myndi enda á Ítalíu.

„Juventus er frábær klúbbur, en Gonzalo er of dýr fyrir þá,“ sagði bróðirinn.

„Napoli er einnig sterkur klúbbur og hefð fyrir argentínskum leikmönnum hjá liðinu en ég get samt sem áður ekki neitað fyrir umræður milli okkar og Arsenal, þær eru komnar vel á veg."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×