Tæplega sjö hundruð teknir af lífi í fyrra Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2013 13:21 Aftökuherbergi. Aftökur á heimsvísu voru í það minnsta 682 í 21 landi í fyrra. Í nótt var Kimberley McCarthy tekin af lífi í Texas en aftökur kvenna eru sjaldgæfar, í Bandaríkjunum sem annars staðar í heiminum. Amnesty International berst gegn dauðarefsingum, afstaða samtakanna. Dauðarefsingar er aldrei hægt að réttlæta. Elísabet Ingólfsdóttir er starfsmaður Amnesty á Íslandi og hefur hún skoðað dauðarefsingar sérstaklega. Hún segir Kínverja duglegasta við að framfylgja þeim en upplýsingar frá Kína eru ekki aðgengilegar. Af þeim 1.338 föngum sem teknir hafa verið af lífi síðan Bandaríkjamenn tóku upp dauðarefsingar á nýjan leik árið 1976 eru aðeins 13 konur. Elísabet segir þetta eiga við um veröld alla; konur eru miklu færri meðal afbrotamanna og því talsvert færri konur sem teknar eru af lífi.Dauðarefsingar í 21 landi Dauðarefsingar eru stundaðar víða, í fyrra voru opinberar aftökur í 21 landi: Afganistan, Bangladesh, Hvíta-Rússland, Botswana, Kína, Gambía, Indland, Írak, Íran, Japan, Norður-Kórea, Pakistan, Palestína, Saudi-Arabía, Sómalía, Suður-Súdan, Tævan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bandaríkin og Jemen. Elísabet segir að opinberar tölur segi til um að í fyrra hafi 682 einstaklingar teknir af lífi. "Tölurnar hjá Amnesty eru alltaf lágmarkstölur. Tölur sem við höfum staðfestar frá tveimur til þremur heimildum," segir Elísabet.Mismunun við dauðadóma Þá hefur komið fram að réttarkerfið mismunar einstaklingum þegar dauðadómar eru annars vegar. "Já, það er nokkuð sem Amnesty hefur meðal annars sett út á varðandi dauðarefsingarnar. Auðvitað er ekkert réttarkerfi fullkomið og þar af leiðandi er ekki hægt að sannreyna hvort saklausir séu ekki teknir af lífi. Og það á við um flest ríki sem framkvæma dauðarefsinguna að þar mismunar réttarkerfið fólki. Yfirleitt eru það þá minnihlutahópar sem verða fyrir barðinu á því, eins og til dæmis innflytjendur. Í Bandaríkjunum eru það einkum blökkumenn, sérstaklega í Texas, sem verða fyrir því að vera dæmdir til dauða. Saksóknarar fara ekki fram á dauðarefsingu nema um sé að ræða fátæka og unga blökkumenn."Kínverjar duglegir við aftökurnar Eins og áður sagði eru Kínverjar duglegastir við að framfylgja dauðarefsingum. "Við erum ekki með tölur um það, þeir opinbera ekki aftökutölurnar og þeir hleypa ekki Amnesty inn í landið. En frá nokkuð áreiðanlegum heimildum er gert ráð fyrir yfir þúsund aftökum á ári í Kína. Ég hef meira að segja heyrt tölur upp í 12 þúsund. Réttarkerfið í Kína er þannig að dauðarefsingar liggja ekki bara við alvarlegum brotum eins og morðum heldur geta menn safnað punktum, bara eins og hér í ökuskírteinið; ef þú stelur brauði þrisvar þá getur þú fengið dauðarefsinguna. Ekki nóg með það, þá hafa yfirvöld verið að selja líffæri úr fólki sem tekið hefur verið af lífi, á svörtum markaði, þannig að menn spyrja sig hvort þarna sé um hreina viðskiptahagsmuni að ræða? Og ástandið er alveg örugglega ekki skárra í Norður-Kóreu en þaðan höfum við engar upplýsingar," segir Elísabet Ingólfsdóttir.Skráðar aftökur árið 2012. Þetta eru staðfestar tölur en Amnesty International gerir ráð fyrir því að aftökurnar séu miklu fleiri. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Í nótt var Kimberley McCarthy tekin af lífi í Texas en aftökur kvenna eru sjaldgæfar, í Bandaríkjunum sem annars staðar í heiminum. Amnesty International berst gegn dauðarefsingum, afstaða samtakanna. Dauðarefsingar er aldrei hægt að réttlæta. Elísabet Ingólfsdóttir er starfsmaður Amnesty á Íslandi og hefur hún skoðað dauðarefsingar sérstaklega. Hún segir Kínverja duglegasta við að framfylgja þeim en upplýsingar frá Kína eru ekki aðgengilegar. Af þeim 1.338 föngum sem teknir hafa verið af lífi síðan Bandaríkjamenn tóku upp dauðarefsingar á nýjan leik árið 1976 eru aðeins 13 konur. Elísabet segir þetta eiga við um veröld alla; konur eru miklu færri meðal afbrotamanna og því talsvert færri konur sem teknar eru af lífi.Dauðarefsingar í 21 landi Dauðarefsingar eru stundaðar víða, í fyrra voru opinberar aftökur í 21 landi: Afganistan, Bangladesh, Hvíta-Rússland, Botswana, Kína, Gambía, Indland, Írak, Íran, Japan, Norður-Kórea, Pakistan, Palestína, Saudi-Arabía, Sómalía, Suður-Súdan, Tævan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bandaríkin og Jemen. Elísabet segir að opinberar tölur segi til um að í fyrra hafi 682 einstaklingar teknir af lífi. "Tölurnar hjá Amnesty eru alltaf lágmarkstölur. Tölur sem við höfum staðfestar frá tveimur til þremur heimildum," segir Elísabet.Mismunun við dauðadóma Þá hefur komið fram að réttarkerfið mismunar einstaklingum þegar dauðadómar eru annars vegar. "Já, það er nokkuð sem Amnesty hefur meðal annars sett út á varðandi dauðarefsingarnar. Auðvitað er ekkert réttarkerfi fullkomið og þar af leiðandi er ekki hægt að sannreyna hvort saklausir séu ekki teknir af lífi. Og það á við um flest ríki sem framkvæma dauðarefsinguna að þar mismunar réttarkerfið fólki. Yfirleitt eru það þá minnihlutahópar sem verða fyrir barðinu á því, eins og til dæmis innflytjendur. Í Bandaríkjunum eru það einkum blökkumenn, sérstaklega í Texas, sem verða fyrir því að vera dæmdir til dauða. Saksóknarar fara ekki fram á dauðarefsingu nema um sé að ræða fátæka og unga blökkumenn."Kínverjar duglegir við aftökurnar Eins og áður sagði eru Kínverjar duglegastir við að framfylgja dauðarefsingum. "Við erum ekki með tölur um það, þeir opinbera ekki aftökutölurnar og þeir hleypa ekki Amnesty inn í landið. En frá nokkuð áreiðanlegum heimildum er gert ráð fyrir yfir þúsund aftökum á ári í Kína. Ég hef meira að segja heyrt tölur upp í 12 þúsund. Réttarkerfið í Kína er þannig að dauðarefsingar liggja ekki bara við alvarlegum brotum eins og morðum heldur geta menn safnað punktum, bara eins og hér í ökuskírteinið; ef þú stelur brauði þrisvar þá getur þú fengið dauðarefsinguna. Ekki nóg með það, þá hafa yfirvöld verið að selja líffæri úr fólki sem tekið hefur verið af lífi, á svörtum markaði, þannig að menn spyrja sig hvort þarna sé um hreina viðskiptahagsmuni að ræða? Og ástandið er alveg örugglega ekki skárra í Norður-Kóreu en þaðan höfum við engar upplýsingar," segir Elísabet Ingólfsdóttir.Skráðar aftökur árið 2012. Þetta eru staðfestar tölur en Amnesty International gerir ráð fyrir því að aftökurnar séu miklu fleiri.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira