Lífið

Snilld að láta þá spila svona í glugganum

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær á fyrstu gluggatónleikum verslunarinnar Cintamani í Bankastræti en í sumar ætlar verslunin að halda svokallaða gluggatónleikaröð.

Það var hljómsveitin Kaleo sem reið á vaðið og eins og sjá má á myndunum vöktu tónleikarnir mikla lukku. Fólk var þetta líka svona ánægt með framtakið.

„Við vorum með djúsara frá Lemon á svæðinu sem svöluðu þorsta gesta og sefuðu mesta hungrið með samlokum. Varma kynnti vörulínuna sína sem er nýkomin inn í verslun Cintamani í Bankastræti," sagði Guðbjörg Stefánsdóttir markaðsstjóri hjá Cintamani spurð út í viðburðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.