„Ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn" Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 13:58 Án ríkisfyrirgreiðslu væri hætta á að Ísland væri villimannaþjóðfélag, samkvæmt Þráni Bertelssyni. GVA/Vilhelm „Eðlilegast væri að leggja niður alla ríkisstyrki og taka aftur upp villimannaþjóðfélag eins og á víkingaöld. Það væri kannski þjóðmenning," segir Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurslistamaður. Þráinn segir Framsóknarflokkinn „mikla spekinga," vegna þess að flokkurinn „leggur til að heiðurslaun listamanna verði lögð niður í núverandi mynd og að það fjármagn sem sparast verði notað í sérstök starfslaun fyrir unga listamenn," eins og segir í ályktun frá Framsóknarflokknum. „Á sama hátt myndi ég þá leggja niður ellilífeyri og hækka barnabætur. Það er sama hugsunin. Ég bara óska þeim farsældar, þessum miklu spekingum," segir Þráinn í samtali við fréttastofu." Hann telur jafnframt afleita hugmynd yfir höfuð að leggja niður styrki til listamanna, á meðan aðrar atvinnugreinar njóta enn fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. „Ef að Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja niður styrki til atvinnugreina þá myndi ég nú ekki byrja á hinum skapandi greinum sem að njóta hlutfallslega minni ríkisfyrirgreiðslu en aðrar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaiðnaður."„Sjávarútvegurinn fær mestu ríkisfyrirgreiðsluna" Þráinn segir sjávarútveginn og útgerðarmenn njóta mestrar ríkisfyrirgreiðslu allra atvinnuvega í landinu. „Með einkaleyfi og aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem að hefur gengið svo langt að útgerðarmenn vilja helst ekki viðurkenna lengur eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Það er engin smá gjöf. Íslenskum listamönnum hefur ekki verið færð nein sérstök auðlind sem þeir mættu nýta einir manna." Þá segir Þráinn að listamenn myndu líklegast prísa sig sæla um slíkt fyrirkomulag sjálfir í skiptum við listamannalaunin. „Ef það stendur til að leggja niður listamannalaun og veita listamönnum í staðin einkaaðgang að fiskimiðunum þá værum við í andskoti fínum málum."Ferðamannaiðnaðurinn nýtur mun meiri velvildar en listamennAðspurður að því hvernig ferðamannaiðnaðurinn njóti velvildar segir Þráinn: „Með skattaafslætti. Þessi iðnaður er í það miklum vexti þannig að menn hafa varla undan við hótelbyggingar. Þessi grein borgar lægri virðisaukaskatt heldur en venjulegt fólk og ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn eða þá sem starfa í hinum skapandi greinum sem borga bara fullan virðisaukaskatt." Þráinn segir einnig mikið um svarta og ólöglega atvinnustarfsemi í ferðamannabransanum. „Mér finnst kannski athyglisvert að spyrja hvort við séum ekki komin óþægilega nærri því að hér sé svart hagkerfi. Það má öllum mönnum ljóst vera að það er mjög óvíða þar sem að skattaundanskot eru jafn auðveld eins og í þessari grein. Af því sem að ég hef heyrt þá er þessi iðnaður ekki að skila því sem að kannski væri eðlilegt að hann skilaði." Hann bætir svo við: „Það sem ég er að segja að greinar eins og ferðamannaiðnaðurinn njóta skattafyrirgreiðslu og mikillar velvildar frá ríkisvaldinu sem að aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis hinar skapandi greinar, gera ekki." Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
„Eðlilegast væri að leggja niður alla ríkisstyrki og taka aftur upp villimannaþjóðfélag eins og á víkingaöld. Það væri kannski þjóðmenning," segir Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og heiðurslistamaður. Þráinn segir Framsóknarflokkinn „mikla spekinga," vegna þess að flokkurinn „leggur til að heiðurslaun listamanna verði lögð niður í núverandi mynd og að það fjármagn sem sparast verði notað í sérstök starfslaun fyrir unga listamenn," eins og segir í ályktun frá Framsóknarflokknum. „Á sama hátt myndi ég þá leggja niður ellilífeyri og hækka barnabætur. Það er sama hugsunin. Ég bara óska þeim farsældar, þessum miklu spekingum," segir Þráinn í samtali við fréttastofu." Hann telur jafnframt afleita hugmynd yfir höfuð að leggja niður styrki til listamanna, á meðan aðrar atvinnugreinar njóta enn fyrirgreiðslu frá hinu opinbera. „Ef að Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja niður styrki til atvinnugreina þá myndi ég nú ekki byrja á hinum skapandi greinum sem að njóta hlutfallslega minni ríkisfyrirgreiðslu en aðrar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaiðnaður."„Sjávarútvegurinn fær mestu ríkisfyrirgreiðsluna" Þráinn segir sjávarútveginn og útgerðarmenn njóta mestrar ríkisfyrirgreiðslu allra atvinnuvega í landinu. „Með einkaleyfi og aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem að hefur gengið svo langt að útgerðarmenn vilja helst ekki viðurkenna lengur eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Það er engin smá gjöf. Íslenskum listamönnum hefur ekki verið færð nein sérstök auðlind sem þeir mættu nýta einir manna." Þá segir Þráinn að listamenn myndu líklegast prísa sig sæla um slíkt fyrirkomulag sjálfir í skiptum við listamannalaunin. „Ef það stendur til að leggja niður listamannalaun og veita listamönnum í staðin einkaaðgang að fiskimiðunum þá værum við í andskoti fínum málum."Ferðamannaiðnaðurinn nýtur mun meiri velvildar en listamennAðspurður að því hvernig ferðamannaiðnaðurinn njóti velvildar segir Þráinn: „Með skattaafslætti. Þessi iðnaður er í það miklum vexti þannig að menn hafa varla undan við hótelbyggingar. Þessi grein borgar lægri virðisaukaskatt heldur en venjulegt fólk og ég tala nú ekki um afætur eins og listamenn eða þá sem starfa í hinum skapandi greinum sem borga bara fullan virðisaukaskatt." Þráinn segir einnig mikið um svarta og ólöglega atvinnustarfsemi í ferðamannabransanum. „Mér finnst kannski athyglisvert að spyrja hvort við séum ekki komin óþægilega nærri því að hér sé svart hagkerfi. Það má öllum mönnum ljóst vera að það er mjög óvíða þar sem að skattaundanskot eru jafn auðveld eins og í þessari grein. Af því sem að ég hef heyrt þá er þessi iðnaður ekki að skila því sem að kannski væri eðlilegt að hann skilaði." Hann bætir svo við: „Það sem ég er að segja að greinar eins og ferðamannaiðnaðurinn njóta skattafyrirgreiðslu og mikillar velvildar frá ríkisvaldinu sem að aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis hinar skapandi greinar, gera ekki."
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira