Enski boltinn

De Guzman lánaður aftur til Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Swansea hefur staðfest að hollenski framherjinn Jonathan de Guzman muni áfram spila með liðinu á næsta tímabili.

De Guzman, sem er 25 ára og fæddur í Kanada, er á mála hjá Villarreal á Spáni. Hann var í láni hjá Swansea á síðasta tímbili og félögin hafa komist að samkomulagi um nýjan lánssamning sem gildir út næstu leiktíð.

„Það eru allir ánægðir með þessa lausn,“ sagði Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea. „Jonathan mun svo skoða sína framtíð næsta sumar.“

De Guzman skoraði átta mörk á síðustu leiktíð, þar af tvö í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar en Swansea vann þá sinn fyrsta stóra titil í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×