Fótbolti

Sex leikmenn tilnefndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andres Iniesta í leik með Spáni.
Andres Iniesta í leik með Spáni. Nordic Photos / Getty Images
Andrés Iniesta og Neymar eru í hópi þeirra sex leikmanna sem Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilnefnt sem besta leikmann Álfukeppninnar.

Keppninni lýkur í kvöld með úrslitaleik Brasilíu og Spánar en Ítalía og Úrúgvæ mætast í bronsleiknum klukkan 16.00 í dag.

Allir sex leikmennirnir spila með þeim fjórum liðum sem komust í undanúrslit keppninnar.

Auk Iniesta og Neymar eru þetta Paulinho (Brasilíu), Andrea Pirlo (Ítalíu), Sergio Ramos (Spáni) og Luis Suarez (Úrúgvæ).

Brasilíumaðurinn Kaka var valinn besti leikmaður keppninnar fyrir fjórum árum. Brasilíumenn hafa fjórum sinnum átt besta leikmanninn í alls sex Álfukeppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×