"Þau njósna um hvert einasta mannsbarn" Jóhannes Stefánsson skrifar 10. júní 2013 15:28 Birgitta Jónsdóttir segir fólk almennt ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Mynd/ Anton Brink Birgitta Jónsdóttir þingmaður segir bandarísk stjórnvöld njósna um hvert einasta mannsbarn þarlendis. „Þetta er eins og í sögunni 1984, nema bara miklu verra." Birgitta segir hið svokallaða NSA mál sýna svo ekki verður um villst að persónunjósnir þarlendra yfirvalda séu einmitt á þann veg sem hefur verið varað við seinustu ár. „Það sem þetta NSA mál gengur út á er það að yfirvöld og hin leynilega þjóðaröryggisstofnun NSA taka öll stafræn gögn, en þar sést hvar þú hefur verið, með hverjum og hversu lengi og skoða þau. Þau skoða líka alla tölvupósta, öll símtöl, sms og allt sem þú gerir á netinu og í símanum þínum." Birgitta segir fólk ekki gera sér grein fyrir því hvaða spor það skilur eftir sig þegar það notar tölvuna og símann daglega. „Það eru þessi dýpri gögn sem eru skoðuð sem fólk áttar sig ekki almennilega á hvað þýða, eins og til dæmis IP-tölur. Þau virka eins og þú sért stöðugt með staðsetningartæki á þér þar sem verið er að fylgjast með öllu sem þú gerir. Þetta eru yfirleitt gögn sem síminn eða tölvan skilja eftir sig. Nú er það orðið þannig að símunum hefur verið breytt þannig að það skiptir ekki máli þó að þú skiptir um SIM-kort því þetta er í vélbúnaði símans. Svo er í rauninni hægt að kveikja á vefmyndavélinni í tölvunni og fylgjast með þér.“Alvarlegt inngrip í friðhelgi einkalífs Birgitta segir stjórnvöld geta notað gögnin til að fylgjast með samskiptum manna við aðgerðarsinna, félög, stjórnmálasamtök og fyrirtæki. „Segjum að yfirvöld vilji fylgjast sérstaklega með starfsólkinu hjá einhverju fyrirtæki því það eru grunsemdir um að einhver þar ætli að uppljóstra um eitthvað eða hefur talað við einhverja aðgerðarsinna eða stjórnmálamenn. Þá er hægt að merkja það fyrirtæki sérstaklega og geyma öll gögnin sem er safnað um það miklu lengur og fylgjast betur með." Birgitta bætir svo við: „Þetta eru ekkert annað en njósnir. Þeir [yfirvöld innsk. blm.] afla ekki neins dómsúrskurðar, þeir taka bara allt og segjum að það séu einhver málefni sem þeim finnst þeir þurfa að fylgjast betur með vegna þjóðaröryggis þá geta þeir gert það. Eins og í mínu máli þurftu þeir engan dómsúrskurð heldur sendu þeir bara bréf þar sem þeir kröfðust þess að fyrirtækið afhenti öll gögn sem viðkæmu mér innan þriggja daga og að félaginu væri óheimilt að láta mig vita," segir Birgitta.Gildir um gögn íslendinga líka En Birgitta segir að það sé ekki bara fylgst með bandarískum ríkisborgurum því heimildir þarlendra stjórnvalda nái til allra gagna sem eru hýst hjá bandarískum fyrirtækjum. Fyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, Microsoft og fleiri fyrirtæki sem fólk út um allan heim notast við eru fyrirtæki sem lúta þessari lögsögu og því gildi sömu reglur um öll gögn, sama þó að þau komi til að mynda frá íslenskum notendum. „Við teljum að það sé nóg að fyrirtækið sé staðsett í Bandaríkjunum og að þeir geti fengið heimildir til að skoða öll gögn sem þeim sýnist hjá þessum fyrirtækjum.“ Smári McCarthy, framkvæmdastjóri IMMI segir um málið: „Þessi félög, eins og til dæmis Facebook sem fyrirtæki, heyrir undir bandarísk lög og þá skiptir engu máli hvar gögnin eru geymd þannig séð. Ef Facebook fær skipun um að afhenda gögnin, þá þurfa þeir bara að afhenda þau. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta PRISM kerfi virkar en það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta sé ekki hefðbundin hlerun á tölvupósti heldur er þetta bara beint inngrip inn í gagnagrunnana hjá Facebook. Af þeim sökum geta þeir séð öll gögnin en ekki bara það sem fer manna á milli í skilaboðum," segir Smári. Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður segir bandarísk stjórnvöld njósna um hvert einasta mannsbarn þarlendis. „Þetta er eins og í sögunni 1984, nema bara miklu verra." Birgitta segir hið svokallaða NSA mál sýna svo ekki verður um villst að persónunjósnir þarlendra yfirvalda séu einmitt á þann veg sem hefur verið varað við seinustu ár. „Það sem þetta NSA mál gengur út á er það að yfirvöld og hin leynilega þjóðaröryggisstofnun NSA taka öll stafræn gögn, en þar sést hvar þú hefur verið, með hverjum og hversu lengi og skoða þau. Þau skoða líka alla tölvupósta, öll símtöl, sms og allt sem þú gerir á netinu og í símanum þínum." Birgitta segir fólk ekki gera sér grein fyrir því hvaða spor það skilur eftir sig þegar það notar tölvuna og símann daglega. „Það eru þessi dýpri gögn sem eru skoðuð sem fólk áttar sig ekki almennilega á hvað þýða, eins og til dæmis IP-tölur. Þau virka eins og þú sért stöðugt með staðsetningartæki á þér þar sem verið er að fylgjast með öllu sem þú gerir. Þetta eru yfirleitt gögn sem síminn eða tölvan skilja eftir sig. Nú er það orðið þannig að símunum hefur verið breytt þannig að það skiptir ekki máli þó að þú skiptir um SIM-kort því þetta er í vélbúnaði símans. Svo er í rauninni hægt að kveikja á vefmyndavélinni í tölvunni og fylgjast með þér.“Alvarlegt inngrip í friðhelgi einkalífs Birgitta segir stjórnvöld geta notað gögnin til að fylgjast með samskiptum manna við aðgerðarsinna, félög, stjórnmálasamtök og fyrirtæki. „Segjum að yfirvöld vilji fylgjast sérstaklega með starfsólkinu hjá einhverju fyrirtæki því það eru grunsemdir um að einhver þar ætli að uppljóstra um eitthvað eða hefur talað við einhverja aðgerðarsinna eða stjórnmálamenn. Þá er hægt að merkja það fyrirtæki sérstaklega og geyma öll gögnin sem er safnað um það miklu lengur og fylgjast betur með." Birgitta bætir svo við: „Þetta eru ekkert annað en njósnir. Þeir [yfirvöld innsk. blm.] afla ekki neins dómsúrskurðar, þeir taka bara allt og segjum að það séu einhver málefni sem þeim finnst þeir þurfa að fylgjast betur með vegna þjóðaröryggis þá geta þeir gert það. Eins og í mínu máli þurftu þeir engan dómsúrskurð heldur sendu þeir bara bréf þar sem þeir kröfðust þess að fyrirtækið afhenti öll gögn sem viðkæmu mér innan þriggja daga og að félaginu væri óheimilt að láta mig vita," segir Birgitta.Gildir um gögn íslendinga líka En Birgitta segir að það sé ekki bara fylgst með bandarískum ríkisborgurum því heimildir þarlendra stjórnvalda nái til allra gagna sem eru hýst hjá bandarískum fyrirtækjum. Fyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, Microsoft og fleiri fyrirtæki sem fólk út um allan heim notast við eru fyrirtæki sem lúta þessari lögsögu og því gildi sömu reglur um öll gögn, sama þó að þau komi til að mynda frá íslenskum notendum. „Við teljum að það sé nóg að fyrirtækið sé staðsett í Bandaríkjunum og að þeir geti fengið heimildir til að skoða öll gögn sem þeim sýnist hjá þessum fyrirtækjum.“ Smári McCarthy, framkvæmdastjóri IMMI segir um málið: „Þessi félög, eins og til dæmis Facebook sem fyrirtæki, heyrir undir bandarísk lög og þá skiptir engu máli hvar gögnin eru geymd þannig séð. Ef Facebook fær skipun um að afhenda gögnin, þá þurfa þeir bara að afhenda þau. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta PRISM kerfi virkar en það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta sé ekki hefðbundin hlerun á tölvupósti heldur er þetta bara beint inngrip inn í gagnagrunnana hjá Facebook. Af þeim sökum geta þeir séð öll gögnin en ekki bara það sem fer manna á milli í skilaboðum," segir Smári.
Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira