Innlent

Höftin eins og blikkandi viðvörunarljós yfir landinu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/Stefán

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir gjaldeyrishöftin gera Íslandi að gallaðri vöru í augum umheimsins.

Við umræður á Alþingi í kvöld sagði Bjarni gjaldeyrishöftin hvíla eins og möru á íslensku efnahagslífi.

"Íslensk fyrirtæki standa höllum fæti gagnvart erlendum vegna þeirra, missa af mikilvægum tækifærum vegna seigju kerfisins og innlendir fjárfestar eiga erfitt með að dreifa áhættu í fjárfestingum sínum vegna takmarkana á fjármagnsflutningum," sagði Bjarni. "Meðan höftin standa erum við eins og gölluð vara í augum umheimsins.

Bjarni bætti við að stundum hefði hann sagt höftin eins og blikkandi ljósaskilti yfir landinu sem á standi: Varúð - við trúum ekki á virði gjaldmiðilsins! "Og það er ósanngjarnt að land sem býr yfir jafn miklum og spennandi tækifærum og Ísland skuli vera í þeirri stöðu," sagði hann.

Bjarni sagði að því lengur sem við búum við þetta ástand, því óeðlilegra og veikara verði hagkerfi okkar. "Flækjustig eykst, hætta skapast á bólumyndun og erfiðleikar við að aflétta höftum án verulegra áhrifa á efnahagslífið magnast stig af stigi," sagði Bjarni Benediktsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×