„Ég mun draga þig fyrir rétt“ - Keflavík Music Festival fer í hart Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júní 2013 10:54 Pálmi Þór (t.v.) sakar Franz um að þrýsta á tónlistarmenn að hætta við. samsett mynd/facebook Pálmi Þór Erlingsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina, segist ætla að kæra tónlistarmanninn Franz Gunnarsson fyrir meiðyrði. Fjölmargir listamenn hættu við tónleika sína á hátíðinni og gáfu upp ýmsar ástæður fyrir því. Hljómsveitin Ensími var meðal þeirra, en Franz er meðlimur sveitarinnar. Skipuleggjendur voru sakaðir um samningsbrot og illa gekk að ná tali af þeim yfir hátíðina sjálfa. „Ég mun draga þig fyrir rétt og láta þig standa við stóru orðin,“ skrifar Pálmi við bloggfærslu Franz um hátíðina, og segist hafa fengið af því fregnir að Franz hafi hringt í listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni til þess að fá þá til að afboða. „Ég held að menn ættu að reyna að líta í eigin barm frekar en að benda á alla aðra sem gagnrýna hátíðina réttilega,“ segir Franz í samtali við Vísi, og vísar því alfarið á bug að hann hafi þrýst á listamenn að hætta við. „Þetta er algjör þvættingur. Og það væri nú eiginlega bara flott ef maður væri í réttarsal og hvert og eitt af þessum böndum, og þau útlendu þá líka, myndu vitna til um það. Ég hringdi ekki í eina manneskju til þess að hvetja til að hætta við að að spila, enda kemur það mér ekkert við hvað önnur bönd gera.“ Franz segir fjölmarga listamenn hafa útskýrt fjarveru sína á sínum heimasíðum og segir hvern sem er geta haft samband við þá og spurt hvort Franz hafi þrýst á þá. „Mér finnst þetta nú bara frekar mikil meiðyrði á móti, að saka mig um að standa á bak við eitthvað samsæri um að leggja hátíðina þeirra á kné, þetta er bara bull.“ Ekki náðist í Pálma Þór Erlingsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Pálmi Þór Erlingsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina, segist ætla að kæra tónlistarmanninn Franz Gunnarsson fyrir meiðyrði. Fjölmargir listamenn hættu við tónleika sína á hátíðinni og gáfu upp ýmsar ástæður fyrir því. Hljómsveitin Ensími var meðal þeirra, en Franz er meðlimur sveitarinnar. Skipuleggjendur voru sakaðir um samningsbrot og illa gekk að ná tali af þeim yfir hátíðina sjálfa. „Ég mun draga þig fyrir rétt og láta þig standa við stóru orðin,“ skrifar Pálmi við bloggfærslu Franz um hátíðina, og segist hafa fengið af því fregnir að Franz hafi hringt í listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni til þess að fá þá til að afboða. „Ég held að menn ættu að reyna að líta í eigin barm frekar en að benda á alla aðra sem gagnrýna hátíðina réttilega,“ segir Franz í samtali við Vísi, og vísar því alfarið á bug að hann hafi þrýst á listamenn að hætta við. „Þetta er algjör þvættingur. Og það væri nú eiginlega bara flott ef maður væri í réttarsal og hvert og eitt af þessum böndum, og þau útlendu þá líka, myndu vitna til um það. Ég hringdi ekki í eina manneskju til þess að hvetja til að hætta við að að spila, enda kemur það mér ekkert við hvað önnur bönd gera.“ Franz segir fjölmarga listamenn hafa útskýrt fjarveru sína á sínum heimasíðum og segir hvern sem er geta haft samband við þá og spurt hvort Franz hafi þrýst á þá. „Mér finnst þetta nú bara frekar mikil meiðyrði á móti, að saka mig um að standa á bak við eitthvað samsæri um að leggja hátíðina þeirra á kné, þetta er bara bull.“ Ekki náðist í Pálma Þór Erlingsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira