Íslenski boltinn

Töfrafræ á KR-vellinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrir og eftir myndir af grasinu í Vesturbænum.
Fyrir og eftir myndir af grasinu í Vesturbænum.
„Við erum með einhver súperfræ sem að spíra við 6°C hita og pungast út núna. Svo notumst við líka við svarta dúka sem við leggjum yfir grasið," segir Sveinbjörn Þorsteinsson yfirmaður mannvirkjamála hjá KR.

KR-ingar taka á móti ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn. KR-ingar hafa lagt hart að sér við völlinn undanfarna daga og hann ætti því að vera í góðu standi fyrir stórleikinn.

„Hann á að vera það allavega. Við erum búnir að vera að slá hann og raka hann. Ef hann verður ekki góður á sunnudaginn þá verður hann aldrei góður."

Á meðfylgjandi mynd má sjá ótrúlegan árangur sem vallarstarfsmönnum í Vesturbænum tókst að ná í vítateignum á norðurhluta vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×