Enski boltinn

Ég hef verið í basli frá barnsaldri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luis Suarez fagnar marki með Liverpool.
Luis Suarez fagnar marki með Liverpool. Nordicphotos/Getty
Luis Suarez segir í viðtali við spænska blaðið Marca að Liverpool verði að hlusta vilji önnur félög bjóða í hann.

„Ef félag vill kaupa mig einn daginn verður Liverpool að hlusta á tilboðið. Þá þurfa bæði félög að komast að samkomulagi og hlusta á mína skoðun," segir Suarez.

Úrúgvæinn verður í eldlínunni með landsliði sínu í Álfukeppninni næstu tvær vikurnar. Liðið mætir Spáni í fyrsta leik sínum á morgun.

„Það er erfitt að ná boltanum af Spánverjum en ég hef tekið eftir því að bakverðir þeirra missa stundum einbeitinguna og skilja eftir opið pláss," segir Suarez. Aðspurður hvers vegna hann missi svo oft stjórn á skapi sínu segir framherjinn:

„Ég hef verið í basli síðan ég var barn. Ég man eftir því þegar ég fór á æfingar einn míns liðs eða með bróður mínum í rigningunni. Ég hef ekki gleymt þessu og minningarnar skipta mig miklu máli," segir Suarez.

„Nacional lét mig næstum því fara þegar ég var 13 ára vegna þess að ég fékk lítið að spila og var í slæmum félagsskap."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×