Enski boltinn

Arsenal undirbýr tilboð í Higuain

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Arsenal muni í vikunni leggja fram tilboð í Gonzalo Higuain, sóknarmann Real Madrid.

Real Madrid hafnaði á dögunum tilboði frá Juventus upp á átján milljónir punda. Arsenal er sagt reiðubúið að borga 22 milljónir punda, um 4,1 milljarð króna.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, lét þó hafa eftir sér í síðustu viku að það væri tímasóun fyrir Arsenal að koma með tilboð upp á tæpa fimm milljarða.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur þó lofað stórum leikmannakaupum í sumar og myndu kaup á Higuain vissulega falla í þann flokk.

Þess má svo geta að varnarmaðurinn Laurent Koscielny, sem hefur verið orðaður við bæði Barcelona og Bayern München, segist ánægður í Lundúnum og hafi ekki í huga að fara frá Arsenal. Hann er samningsbundinn félaginu til 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×