Enski boltinn

Stuart Pearce hættir með U-21

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuart Pearce.
Stuart Pearce. Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Stuart Pearce, landsliðsþjálfara Englands undir 21 árs, en liðið féll úr leik í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Ísrael þessa daganna.

Samningurinn stjórans við sambandið rennur út í lok mánaðarins og mun hann láta af störfum þá. 

England náði ekki í stig í riðlakeppni Evrópumótsins og var orðið nokkuð ljóst að Pearce myndi ekki halda áfram með liðið  eftir slíkan árangur en hann hefur verið með liðið í rúmlega fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×