Erlent

Réðust inn í mosku og sprengdu sig í loft upp

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Móðir syrgir son sinn eftir árásina í dag.
Móðir syrgir son sinn eftir árásina í dag. mynd/AP
Að minnsta kosti 31 féll og 57 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í mosku Síta í Bagdad í dag.

Tveir vopnaðir menn réðust inn í moskuna þar sem bænastund stóð yfir, eftir að þeir skutu öryggisverði til bana. Þegar inn var komið sprengdu þeir sig í loft upp.

Ofbeldi á milli Síta og Súnníta í Írak hefur færst í aukana að undanförnu, en í gær týndu tólf lífi hið minnsta og fleiri en fimmtíu særðust í röð árása í miðborg Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×