Íslenski boltinn

Tryggvi snýr heim

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tryggvi mætir heimafélagi sínu í búningi Fylkis í dag.
Tryggvi mætir heimafélagi sínu í búningi Fylkis í dag. MYND/STEFÁN

Sjötta umferð Pepsí deildar karla í fótbolta hefst í dag með einum leik. ÍBV tekur á móti Fylki þar sem Tryggvi Guðmundsson kemur til Eyja í fyrsta sinn sem leikmaður Fylkis. Leikurinn hefst klukkan 17.

Annar fyrrum leikmaður ÍBV, Finnur Ólafsson, verður ekki með Fylki vegna meiðsla en Andrés Már Jóhannesson og Kjartan Ágúst Breiðdal ættu að geta tekið einhvern þátt í leiknum en þeir voru báðir í leikmannahópi Fylkis í bikarnum í vikunni.

ÍBv hefur farið ágætlega af stað í sumar og aðeins tapað einum leik. Liðið situr í fimmta sæti með 8 stig.

Ekki hefur gengið eins vel hjá Fylki. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en liðið hefur ekki enn unnið leik í deildinni í sumar.

David James er kominn aftur til landsins eftir að hafa misst af tveimur leikjum vegna þjálfaranámskeiðs á Englandi og ætti því að verja mark ÍBV í dag.



Leiknum var flýtt en hinir leikir umferðarinnar verða leiknir eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×