Innlent

Kvennahlaupið er í dag - búist við rúmlega 15 þúsund þátttakendum

Búist er við rúmlega fimmtán þúsund þátttakendum í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ sem fer fram í dag.

Hlaupið verður á 81 stað hérlendis og 17 stöðum erlendis.  Fjölmennasta hlaupið er jafnan í Garðabæ en þar verður hlaupið frá Flataskóla klukkan tvö.

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×