Vatnajökull undir nánara eftirliti en áður Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2013 18:30 Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Hægt verður að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður eftir að tveimur nýjum jarðskjálftamælum var komið þar fyrir í vikunni. Nýtt lón sem myndaðist eftir Grímsvatnagosið fyrir tveimur árum vakti athygli leiðangursmanna á jöklinum. Hópur vísindamanna og sjálfboðliða lagði leið sína að Grímsvötnum í vikunni þegar Jöklarannsóknarfélag Íslands fór í árlega vorferð sína. Með í för var Ómar Ragnarsson sjónvars- og kvikmyndagerðarmaður sem tók þessar myndir sem hér sjást. Ómar vinnur að gerð heimildamyndar um Grímsvötn en hann hefur tekið myndir af öllum Grímsvatnagosum frá árinu 1983. Ferðalangarnir komu sér fyrst fyrir í skála á Grímsfjalli sem er í rúmlega 1700 metra hæð. Síðan var farið á snjóbílum og vélsleðum að Grímsvötnum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að setja upp tvo nýja jarðskjálftamæla á jökulsker á Vatnajökli en Veðurstofan setti mælana upp. Alls eru nú fjórir mælar á jöklinum. „Það er verið að setja út nýja skjálftamæla og síritandi GPS tæki á jökulsker til þess að fylgjast betur með eldfjöllunum hérna í jöklinum Grímsvötnum, Öræfajökli og Bárðarbungu og það hefur gengið bara nokkuð vel,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Með mælunum verður hægt að vakta eldstöðvar undir Vatnajökli betur en áður. Þá verður hægt að fylgjast nánar með aðdraganda eldgosa og jafnvel hægt að segja fyrr til um væntanleg gos. Mælarnir auðvelda líka eftirlit með jökulhlaupum. Í Grímsvatnargosinu fyrir tveimur árum myndaðist stór ketill sem stækkað hefur töluvert frá því vísindamenn voru þar síðasta á ferðinni fyrir um ári. Vatn hefur safnast þar fyrir og er þar nú stórt lón sem er einn og hálfur kílómetri að lengd. Lónið er einstakt en þar blandast saman vatn, ís og aska sem lítur út eins og kaffikorgur á hvítum ísnum. Hitastig lónsins er að mestu rétt um frostmark eða ein til tvær gráður. Á ákveðnu svæði nær þó hitinn 50 gráðum. Ísleifur Friðriksson einn leiðangursmanna er mikill sundáhugamaður og fékk hann sér smá sprett í lóninu. Hann lét vel af þrátt fyrir kuldann.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira