Lífið

Vinirnir gera grín að Tatum

Channing Tatum ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Jennu Dewan.
Channing Tatum ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Jennu Dewan.

Leikarinn Channing Tatum segir í nýlegu viðtali við tímaritið Cosmopolitan að vinir hans geri stólpagrín að honum vegna frægðar hans.

„Mér þykir erfitt að ná utan um frægðina. Rokkstjörnur eru stjörnur því þær eru stærri en lífið sjálft. Leikarar leika venjulegt fólk. Það færi manni ekki vel að ætla sér að koma fram við annað fólk eins og það sé aðstoðarfólk þitt. Vinir mínir halda mér niðri á jörðinni og gera stanslaust grín að mér,“ sagði leikarinn sem á von á sínu fyrsta barni í sumar ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Jennu Dewan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.