Lífið

Ég er stolt af hrukkunum mínum

Leikkonan Winona Ryder blæs á kjaftasögur þess efnis að hún hafi farið í lýtaaðgerðir í viðtali við tímaritið Interview og segist vera stolt af hrukkunum.

“Ég er með nokkrar línur á enninu og ég er stolt af þeim. Það kemur mér á óvart hve fljótt fólk er að spyrja mig hvort ég ætli ekki að láta fjarlægja þær. Er það veruleika okkar í alvöru?” segir Winona.

Engar hrukkur hér.

Winona tjáir sig líka um búðarhnuplið sem hún varð uppvísa að árið 2001. Í kjölfar þess hætti atvinnutilboðunum að rigna inn.

Byrjaði að leika á unglingsárunum.

“Mér fannst ég skella á vegg. Ég þurfti virkilega á fríi að halda og það entist í nokkur ár. Þetta var á skrýtinn hátt það besta sem hefði getað komið fyrir mig.”

Rétt rúmlega fertug.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.