Lífið

Rennandi blaut á setti

Það er mikið stuð á setti kvikmyndarinnar Mania Days eins og sést á meðfylgjandi myndum. Leikkonan Katie Holmes leikur aðalhluverkið ásamt hinum kanadíska Luke Kirby.

Þau skemmtu sér konunglega við að taka upp senu við gosbrunn í Washington Square-garði í New York í vikunni og var ekki þurr þráður á þeim Katie og Luke.

Blautbolakeppni.

Myndinni er leikstýrt af Paul Dalio en að sögn kunnugra er Paul frekar pirraður á setti því búið er að bjóða Katie út sjö sinnum síðan tökur hófust fyrir nokkrum vikum. Svo sem ekki skrýtið – gullfalleg kona á lausu eftir skilnaðinn við Tom Cruise í fyrra.

Luke leikur rappara - Katie ljóðskáld.
Komin í þurr föt.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.