Umfjöllun og viðtöl: Víkingur Ó. - ÍBV 0-0 | Fyrsta stig Víkinga Kári Viðarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 26. maí 2013 00:01 Mynd/Valli Víkingur og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta sem fór fram í Ólafsvík í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Ólafsvíkur-Víkinga í efstu deild. Víkingur Ólafsvík nældu sér í dag í sitt fyrsta stig í efstu deild á Íslandi. Veðrið gerði mönnum erfitt fyrir og því einkenndist leikurinn fyrst og fremst af mikilli baráttu. Bæði lið hófu leikinn af krafti og mikið jafnvægi var með liðunum. Eyjamenn voru þó meira með boltann en áttu erfitt með að skapa sér góð sóknarfæri. Fyrsta skot leiksins var lýsandi fyrir flest þau skot sem fylgdu á eftir. Gunnar Már Guðmundsson átti þá skot langt yfir markið sem vindurinn feykti hálfa leið til Hellissands. Um miðjann fyrri hálfleik féll Víðir Þorvarðason í teig Vikinga. Liðsmenn hans heimtuðu strax víti. Ekkert var dæmt. Hættulegasta færi Víkinga átti Guðmundur Steinn þegar hann skallaði frábæra aukaspyrnu Brynjars Kristmundssonar yfir mark gestanna. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Vindurinn og kuldinn lék leikmenn beggja liða grátt og margar sóknaraðgerðir urðu að engu þegar kom að því að senda tuðruna fyrir markið. Víkingar vörðust vel og þeim til hróss skal sagt að þeirra varnarskipulag virtist einkar traust í þessum leik. Þeir gáfu Eyjamönnum, sem fyrir leikinn voru sigurstranglegri, fá færi á sér. Á 63. mínútu leiksins átti sér stað umdeilt atvik. Farid Arouna og Víðir Þorvarðason lentu þá í samstuði eftir að boltinn var laus í teig Víkinga. Báðir leikmenn lágu emjandi í grasinu eftir þetta samstuð og gestirnir gerðu skýra kröfu um víti. Hermann Hreiðarsson hafði þar manna hæst en hlaut ekkert nema gult spjald frá Valgeiri Valgeirssyni, góðum dómara leiksins, fyrir vikið. Heilt á litið sanngjörn úrslit í leik þar sem fátt var um fína drætti. Þungu fargi létt af Víkingum sem nældu sér í sitt fyrsta stig í Pepsi deild. Eyjamenn enn taplausir en hljóta að vera vonsviknir með að taka ekki 3 stig heim til eyja úr þessari ferð.Hermann: Heyrðist alla leið til Egilsstaða að þetta var vítiHermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sína menn í dag eftir markalaust jafntefli í Ólafsvík. „Ég er hrikalega sáttur við leikinn en ég er ekki sáttur við úrslitin. Það var bara eitt fótboltalið hér á vellinum í dag. Við spiluðum allan fótboltann og áttum öll færin. Ég er mjög sáttur við mitt lið en auðvitað vonsvikinn að taka ekki 3 stig hér í dag," sagði Hermann. „Ég var nokkuð viss um að þetta myndi detta í lokin en það vantaði kannski bara ákveðin gæði í mitt lið þegar við komum okkur í góðar stöður. Betri fyrirgjafir og Betri skot," sagði Hermann. Aðspurður um vítapspyrnu sem Eyjamenn vildu fá um miðjann síðari hálfleik var Hermann afdráttalaus í svari: „Þetta var víti, það er klárt. Áberandi víti. Það heyrðist alla leið til Egilsstaða að þetta var víti, þú þurftir ekki að sjá það." sagði Hermann Hreiðarsson, ískaldur þjálfari ÍBV, með bros á vör.Ejub Purisevic: Gott jafnvægi í leiknum„Maður er alltaf ánægður með allt sem maður fær. Við höldum hreinu og gefum ekki mörg færi á okkur. Það er jákvætt," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga eftir jafnteflið við ÍBV. „Í dag fannst mér gott jafnvægi í leiknum. Við áttum ekki mikið og ekki ÍBV heldur. Þannig að það var ýmislegt jákvætt í þessum leik, miðað við síðustu leiki hjá okkur, " sagði Ejub Purisevic, skjálfandi þjálfari Víkings.Einar Hjörleifsson: Ég er sáttur„Við héldum hreinu í dag og náðum í stig þannig að ég er sáttur. Spilamennskan kannski ekkert frábær en ég er sáttur," sagði Einar Hjörleifsson, markvörður Víkingsliðsins. „Við eigum Álftanes í næsta leik og einbeitum okkur bara að honum. Eftir þann leik förum við svo að spá í framhaldinu," sagði Einar Hjörleifsson og vildi lítið tjá sig um næstu andstæðinga Víkinga í deildinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Víkingur og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta sem fór fram í Ólafsvík í kvöld. Þetta voru fyrstu stig Ólafsvíkur-Víkinga í efstu deild. Víkingur Ólafsvík nældu sér í dag í sitt fyrsta stig í efstu deild á Íslandi. Veðrið gerði mönnum erfitt fyrir og því einkenndist leikurinn fyrst og fremst af mikilli baráttu. Bæði lið hófu leikinn af krafti og mikið jafnvægi var með liðunum. Eyjamenn voru þó meira með boltann en áttu erfitt með að skapa sér góð sóknarfæri. Fyrsta skot leiksins var lýsandi fyrir flest þau skot sem fylgdu á eftir. Gunnar Már Guðmundsson átti þá skot langt yfir markið sem vindurinn feykti hálfa leið til Hellissands. Um miðjann fyrri hálfleik féll Víðir Þorvarðason í teig Vikinga. Liðsmenn hans heimtuðu strax víti. Ekkert var dæmt. Hættulegasta færi Víkinga átti Guðmundur Steinn þegar hann skallaði frábæra aukaspyrnu Brynjars Kristmundssonar yfir mark gestanna. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Vindurinn og kuldinn lék leikmenn beggja liða grátt og margar sóknaraðgerðir urðu að engu þegar kom að því að senda tuðruna fyrir markið. Víkingar vörðust vel og þeim til hróss skal sagt að þeirra varnarskipulag virtist einkar traust í þessum leik. Þeir gáfu Eyjamönnum, sem fyrir leikinn voru sigurstranglegri, fá færi á sér. Á 63. mínútu leiksins átti sér stað umdeilt atvik. Farid Arouna og Víðir Þorvarðason lentu þá í samstuði eftir að boltinn var laus í teig Víkinga. Báðir leikmenn lágu emjandi í grasinu eftir þetta samstuð og gestirnir gerðu skýra kröfu um víti. Hermann Hreiðarsson hafði þar manna hæst en hlaut ekkert nema gult spjald frá Valgeiri Valgeirssyni, góðum dómara leiksins, fyrir vikið. Heilt á litið sanngjörn úrslit í leik þar sem fátt var um fína drætti. Þungu fargi létt af Víkingum sem nældu sér í sitt fyrsta stig í Pepsi deild. Eyjamenn enn taplausir en hljóta að vera vonsviknir með að taka ekki 3 stig heim til eyja úr þessari ferð.Hermann: Heyrðist alla leið til Egilsstaða að þetta var vítiHermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sína menn í dag eftir markalaust jafntefli í Ólafsvík. „Ég er hrikalega sáttur við leikinn en ég er ekki sáttur við úrslitin. Það var bara eitt fótboltalið hér á vellinum í dag. Við spiluðum allan fótboltann og áttum öll færin. Ég er mjög sáttur við mitt lið en auðvitað vonsvikinn að taka ekki 3 stig hér í dag," sagði Hermann. „Ég var nokkuð viss um að þetta myndi detta í lokin en það vantaði kannski bara ákveðin gæði í mitt lið þegar við komum okkur í góðar stöður. Betri fyrirgjafir og Betri skot," sagði Hermann. Aðspurður um vítapspyrnu sem Eyjamenn vildu fá um miðjann síðari hálfleik var Hermann afdráttalaus í svari: „Þetta var víti, það er klárt. Áberandi víti. Það heyrðist alla leið til Egilsstaða að þetta var víti, þú þurftir ekki að sjá það." sagði Hermann Hreiðarsson, ískaldur þjálfari ÍBV, með bros á vör.Ejub Purisevic: Gott jafnvægi í leiknum„Maður er alltaf ánægður með allt sem maður fær. Við höldum hreinu og gefum ekki mörg færi á okkur. Það er jákvætt," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga eftir jafnteflið við ÍBV. „Í dag fannst mér gott jafnvægi í leiknum. Við áttum ekki mikið og ekki ÍBV heldur. Þannig að það var ýmislegt jákvætt í þessum leik, miðað við síðustu leiki hjá okkur, " sagði Ejub Purisevic, skjálfandi þjálfari Víkings.Einar Hjörleifsson: Ég er sáttur„Við héldum hreinu í dag og náðum í stig þannig að ég er sáttur. Spilamennskan kannski ekkert frábær en ég er sáttur," sagði Einar Hjörleifsson, markvörður Víkingsliðsins. „Við eigum Álftanes í næsta leik og einbeitum okkur bara að honum. Eftir þann leik förum við svo að spá í framhaldinu," sagði Einar Hjörleifsson og vildi lítið tjá sig um næstu andstæðinga Víkinga í deildinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira