Innlent

Píratar kæra framkvæmd kosninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá kosningabaráttu Pírata í Kolaportinu.
Frá kosningabaráttu Pírata í Kolaportinu. Mynd/ Daníel.

Píratar hafa kært framkvæmd alþingiskosninga í apríl síðastliðnum. Í samantekt sem birt er á vefnum Svipan.is segir að umboðsmenn Pírata á kjörstað og í talningu hafi séð ýmislegt ábótavant við framkvæmd kosninganna.

Ljóst sé að ferlar séu ekki samrýmdir á milli kjörstaða og framkvæmd mismunandi háttað. Píratar leggja til að framkvæmd kosninga verði samræmdar á kjörstöðum og talningarstöðum. Einnig þarf hlutverk umboðsmanna að vera betur skilgreint.

Í Umboðsmönnum framboða var haldið á afmörkuðu svæði í talningarsal innan bands, bæði á meðan flokkun stóð fyrir kl. 22:00 og við talninguna sem slíka. Umboðsmenn gátu því ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu sem skyldi. Sjálf talning atkvæða fór fram á borðum fjærst afmörkuðu hólfi umboðsmanna og þeim því ekki gert kleift að fylgjast með henni nema í eitt sinn í fylgd fulltrúa yfirkjörstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×