Innlent

Baráttan fyrir Nasa heldur áfram

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Tónlistarmenn hafa sýnt sterka samstöðu gegn því að hús Nasa við Austurvöll verði rifið.
Tónlistarmenn hafa sýnt sterka samstöðu gegn því að hús Nasa við Austurvöll verði rifið. MYND/VÍSIR

Agent Fresco, Eyþór Ingi, Friðrik Dór, GusGus, Helgi Björns og Todmobile eru meðal þeirra 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem skora á borgarfulltrúa að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir við Ingólfstorg og Austurvöll sem heimilar að hinn sögufrægi Nasasalur verði rifinn.

 

Fram kemur í fréttatilkynningu að Nasasalurinn og innréttingar hans hafi varðveist í nánast upprunalegu formi frá árinu 1944. Tónlistarmennirnir telja að borgaryfirvöldum beri að standa vörð um slíkar menningarminjar. Þetta gamla samkomuhús sé ómetanlegt fyrir tónlistarmenn og alla borgarbúa. Það ætti að fá að standa í sinni upprunalegu mynd og nýtast á sama hátt og verið hefur.

 

Tónlistarmennirnir skora á kjörna fulltrúa borgaryfirvalda að endurskoða þá tillögu að deiliskipulagi sem nú liggur fyrir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×