Átján virkjanakostir sem gætu færst í nýtingarflokk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2013 19:30 Búast má við að allt að átján virkjanakostir verði færðir úr verndar- og biðflokki, og ýmist yfir í nýtingarflokk eða biðflokk, vegna stefnumörkunar nýrrar ríkisstjórnar um að endurskoða rammaáætlun. Mörg átakamál gætu blossað upp á ný, eins og um Norðlingaölduveitu, Bitruvirkjun og Gjástykki. Í fáum málaflokkum verður jafn afgerandi stefnubreyting með stjórnarskiptunum eins og í afstöðu til virkjana. Formenn stjórnarflokkanna, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, kváðu afdráttarlaust á um það á blaðamannafundinum á Laugarvatni í fyrradag, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur, að Íslendingar ættu óhikað að stefna að aukinni nýtingu sjálfbærra orkulinda. Sigmundur Davíð sagði orkuframleiðslu Íslendinga einhverja þá umhverfisvænustu í heimi og Bjarni sagði að menn þyrftu ekkert að skammast sín fyrir það sem gert hefði verið í orkuuppbyggingu á Íslandi. Samorka, samtök orkufyrirtækja, tiltók í fyrra þær virkjanir sem hún taldi saltaðar á pólitískum forsendum. Niðurstaða þeirra var átján virkjanir: Á Reykjanesi jarðvarmavirkjanir í Trölladyngju, Brennisteinsfjöllum og Austurengjum. Á Hengilssvæðinu virkjanir í Innstadal, Þverárdal, Grændal og Bitru. Vatnsaflsvirkjanir sunnan jökla, sem búast má við að lendi í endurskoðun, eru: Í neðri Þjórsá; Hvamms-, Holta-, og Urriðafossvirkjun, Bláfellsvirkjun í Hvítá, Norðlingaölduveita, Skrokkölduvirkjun, Tungnaárlón, Bjallavirkjun og loks jarðvarmavirkjun við Hágöngur. Norðan heiða voru Skatastaðavirkjun í Skagafirði og Gjástykki í Þingeyjarsýslum skilgreind af hálfu Samorku sem pólitísk flokkun. Endurskoðun rammaáætlunar þarf þó ekki að þýða að allar þessar virkjanir verði leyfðar. Bjarni Benediktsson segir að eflaust gætu einhverjir virkjanakostir ekki lent í nýtingarflokki sem sumir vildu sjá þar. Aðalatriðið sé að ferlið verði tekið úr þeim pólitíska farvegi sem málið var sett í. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Búast má við að allt að átján virkjanakostir verði færðir úr verndar- og biðflokki, og ýmist yfir í nýtingarflokk eða biðflokk, vegna stefnumörkunar nýrrar ríkisstjórnar um að endurskoða rammaáætlun. Mörg átakamál gætu blossað upp á ný, eins og um Norðlingaölduveitu, Bitruvirkjun og Gjástykki. Í fáum málaflokkum verður jafn afgerandi stefnubreyting með stjórnarskiptunum eins og í afstöðu til virkjana. Formenn stjórnarflokkanna, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, kváðu afdráttarlaust á um það á blaðamannafundinum á Laugarvatni í fyrradag, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur, að Íslendingar ættu óhikað að stefna að aukinni nýtingu sjálfbærra orkulinda. Sigmundur Davíð sagði orkuframleiðslu Íslendinga einhverja þá umhverfisvænustu í heimi og Bjarni sagði að menn þyrftu ekkert að skammast sín fyrir það sem gert hefði verið í orkuuppbyggingu á Íslandi. Samorka, samtök orkufyrirtækja, tiltók í fyrra þær virkjanir sem hún taldi saltaðar á pólitískum forsendum. Niðurstaða þeirra var átján virkjanir: Á Reykjanesi jarðvarmavirkjanir í Trölladyngju, Brennisteinsfjöllum og Austurengjum. Á Hengilssvæðinu virkjanir í Innstadal, Þverárdal, Grændal og Bitru. Vatnsaflsvirkjanir sunnan jökla, sem búast má við að lendi í endurskoðun, eru: Í neðri Þjórsá; Hvamms-, Holta-, og Urriðafossvirkjun, Bláfellsvirkjun í Hvítá, Norðlingaölduveita, Skrokkölduvirkjun, Tungnaárlón, Bjallavirkjun og loks jarðvarmavirkjun við Hágöngur. Norðan heiða voru Skatastaðavirkjun í Skagafirði og Gjástykki í Þingeyjarsýslum skilgreind af hálfu Samorku sem pólitísk flokkun. Endurskoðun rammaáætlunar þarf þó ekki að þýða að allar þessar virkjanir verði leyfðar. Bjarni Benediktsson segir að eflaust gætu einhverjir virkjanakostir ekki lent í nýtingarflokki sem sumir vildu sjá þar. Aðalatriðið sé að ferlið verði tekið úr þeim pólitíska farvegi sem málið var sett í.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira